Reikniblinda
Ekki lenda allir lesblindir í
vandræðum með stærðfræði. Þegar það gerist mætti kalla það
reikniblindu eða
reikniröskun. Margir algengir erfiðleikar í stærðfræði stafa aðallega af þeim
aðferðum sem notaðar eru við kennslu hennar.
Tímaskynsbjaganir
Lesblindur einstaklingur glímir aftur á móti við vandamál sem getur gert honum
erfitt ef ekki ógerlegt að læra stærðfræði. Reikniblindu má rekja beint til
tímaskynsbjagana sem eru algengar meðal lesblindra barna. Þær gerast
samhliða skynvillu í skynfærum sjónar, heyrnar og hreyfjafnvægis.
Huglæga klukkan flýtir eða hægir
á sér
Allir finna að einhverju leyti fyrir
tímaskynsbjögunum. Oftast tengjast þær
leiða- og spennutilfinningum. Þegar manni leiðist flýtir hin innri klukka sér og
okkur finnst sem tíminn ætli aldrei að líða. Þegar maður verður spenntur hægir á
innri klukkunni og tíminn virðist þjóta áfram. Þessar tímaskynsbjaganir eru
minni háttar miðað við þær sem lesblindur upplifir meðan á skynvilluskeiði
stendur. Sé hinn lesblindi dansari, íþróttamaður eða slökkviliðsmaður getur
verið mikill kostur að geta "hægt á tímanum". Þetta er ástæða þess að sumir
dansarar eða körfuboltamenn virðast geta svifið í lausu lofti.
Skynvilla er stöðugur félagi lesblinds barns. Eftir því sem æskuár þess líða er
bjöguð skynjun jafnalgeng og veruleikaskynjun. Vegna þessa hafa lesblind börn
lélegt tímaskyn. Venjuleg börn upplifa rás tímans nokkuð stöðuga. Við sjö ára
aldur geta þau áætlað nokkuð nákvæmlega hvað tímanum líður. Lesblint barn hefur
aldrei upplifað tímann stöðugan og því getur reynst ógerlegt fyrir það að áætla
hvað honum líður.
Án áskapaðs tímaskyns er mjög erfitt ef ekki ómögulegt að skilja hugtakið röð,
það er hvernig hlutiri koma hver á eftir öðrum. Jafnvel einfaldir hlutir eins og
að telja er dæmi um röð. Þannig gæti verið að sjö ára lesblint barn skorti
einnig þetta áskapaða hugtak. Ef ekki er fyirr hendi fullur skilningur á tíma og
röð, er ólíklegt að hægt sé að skilja hugtökin regla og óreiða (óregla).
Frumþættir stærðfræði
eru: tími, röð, regla
Öll stærðfræði, allt frá einföldum reikningi til stærðfræðigreiningar í
geimeðlisfræði, felur í sér reglu (andstætt óreiðu), röð og tíma. Börn með
meðfædda skynjun þessara þriggja fyrirbæra geta lært og skilið stærðfræði. Fyrir
börn sem búa ekki yfir þessum hugtökum verður stærðfræðilærdómur aldrei meira en
utanbókarlærdómur. Geta þeirra til a ðmuna utanbókarlærðu aðferðirnar takmarkar
hversu mikið þau geta nýtt sér stærðfræði. Aldrei verður sannur skilningur á
faginu eða reglum þess.
Til þess að lesblindur geti
lært stærðfræði þarf hann að ná fullum tökum á eftirtöldum grundvallarhugtökum
(meistra þau):
1. Tími: í þeirri merkingu að mæla breytingu í
samanburði við staðal.
2. Röð: í þeirri merkngu hvernig hlutir raða sér eftir
magni, stærð, tíma eða mikilvægi.
3. Regla: í þeirri merkingu að hlutir séu á sínum rétta stað, í
réttri stöðu og í réttu ástandi.
Stærðfræðinám breytist úr kvöð í
skemmtun
Þegar búið er að meistra þessi hugtök er lítið mál að ná tökum á því að telja
rétt. Þá breytist stærðfræðinám úr kvöð í skemmtun.
Tónlistargáfa og stærðfræðigáfa
fer oft saman
Athyglisvert er að tónlist er samansett af sömu þremur frumþáttum og stærðfræði,
það er röð, reglu og tíma. Hún er einungis tjáð með öðrum hætti. Það ætti því
ekki að koma á óvart að stærðfræðigáfa og tónlistargáfa fer oft saman.