Að fá orðin til að standa kyrr
- og veröldina alla -

Árið 1980 varð Ron Davis fyrir því láni að uppgötva hvernig mætti leiðrétta hinar alvarlegu skynbjaganir sem höfðu fylgt honum daglega í 38 ár.

Myndhöggvarinn
Hann var að vinna sem myndhöggvari þegar annar myndhöggvari skrifaði honum bréf og spurði hann um aðferðina sem hann notaði. Bréfið var hlaðið lofi og honum fannst hann verða að svara því og hófst handa við það erfiða verk að skrifa svarbréf. Mörgum klukkutímum seinna þegar hann taldi mig vera búinn að koma hugsunum sínum á blað varð honum ljóst að bréfið var með öllu ólæsilegt, aðeins hrúga af merkingarlausu kroti sem enginn gæti nokkurn tímann lesið. Mörgum mánuðum seinna datt honum í hug að meðan hann var að skrifa bréfið hafi hann verið í mjög skapandi hugarástandi. Hann velti fyrir sér hvort það hefði getað gert lesblinduna verri.

Verkfræðingurinn
Verkfræðihæfileikar hans fengu hann til að leiða rök að því að ef hægt væri að breyta lesblindu með huglægri starfsemi gæti lesblinda ekki verið vegna líkamsgalla heldur hlyti að vera um starfrænan galla að ræða. Þá dró hann þá ályktun að hann hlyti að geta gert eitthvað í huganum sem leiðrétti lesblinduna. Þetta var fyrsta skref hans í rannsóknum á námsörðugleikum. Þremur dögum seinna komst hann að því hvernig hann gæti leiðrétt skynbjaganir sínar. Hann fór á bókasafn, tók Gulleyjuna og í fyrsta sinn á ævinni las hann heila bók á nokkrum klukkutímum.

Vísindamaðurinn
Síðan þá hefur hann unnið við að þróa aðferðir grundvallaðar á því sem hann hafði uppgötvað. Honum hefur tekist að hjálpa þúsundum lesblindum börnum og fullorðnum að fá orðin - og um leið veröldina - til að standa kyrr."


Aðalsíða