Davis® ráđgjafi


Fagţjónustu undir nafni Davis®, Davis® greining, Davis® athyglisţjálfun, Davis®leiđrétting, Davis® táknameistrun,
Davis® námstćkniţjálfun mega einungis fullţjálfađir Davis® ráđgjafar inna ef hendi,
eftir ađ hafa hlotiđ viđurkenningu frá alţjóđlegu Davis lesblindusamtökunum,
Davis Dyslexia Association International.
 


Valgerđur Snćland Jónsdóttir, M.Phil.,
hlaut alţjóđleg réttindi sem Davis
® ráđgjafi 29. júní 2004

Valgerđur er fćdd, um miđja síđustu öld (1950), á Skarđi, í Bjarnafirđi, Kaldrananeshreppi, Strandasýslu. Hún fluttist međ fjölskyldu sinni ađ Svarfhóli í Borgarfirđi 1952, til Ytri-Njarđvíkur 1954 og í Kópavoginn 1963, ţar sem hún hefur búiđ síđan.

Menntun
Hún lauk barnaprófi frá Barnaskóla Ytri-Njarđvíkur 1963, unglingaprófi frá Gagnfrćđaskólanum í Kópavogi 1965 og gagnfrćđaprófi frá sama skóla 1967. Valgerđur lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1971, stúdentsprófi 1972 og framhaldsnámi í sérkennslu 1974. Hún lauk B.A. námi í sérkennslufrćđum frá Kennaraháskóla Íslands 1987 og M.Phil. námi frá University of Northumbria á Englandi 1995, međ áherslu á skólanámskrárgerđ, skólaţróunarfrćđi, menntunar- og skólastjórnun.

Starfsréttindi
Valgerđur er međ réttindi sem sérkennari, grunnskólakennari og framhaldsskólakennari. Hún er međ alţjóđleg réttindi sem Davis
® ráđgjafi.
 
Starfsferill
Valgerđur á langan og farsćlan starfsferil í menntakerfinu. Hún hóf kennslustörf 1972 viđ Digranesskóla í Kópavogi og viđ Upptökuheimili Ríkisins sem ţá var stađsett á Kópavogsbraut. Ţetta var fyrsta starfsár Upptökuheimilins sem síđar var nefnt Unglingaheimili.

Eftir ađ Valgerđur lauk sérkennaranámi gerđist hún sérkennari viđ Kársnesskóla og Ţinghólsskóla í Kópavogi. Hún starfađi sem sérkennslufulltrúi hjá Helga Jónassyni, frćđslustjóra, á Frćđsluskrifstofu Reykjanesumdćmis, 1980 - 1994. Um tíma - í rektorstíđ Jónasar Pálssonar, sálfrćđings - starfađi hún í hlutastarfi, sem lektor viđ Kennaraháskóla Íslands, ađ uppbyggingu náms í sérkennslufrćđum. Hún skrifađi m.a. námskrá fyrir starfsleikninám (professional skills) fyrir kennara í almennum grunnskólum ásamt Keith Humphreys, M.Phil., frá Englandi, gistilektor á ţeim tíma viđ KHÍ. Í starfi sínu viđ Kennaraháskólann stjórnađi hún fyrsta starfsleiknináminu sem haldiđ var fyrir kennara í almennum grunnskólum. Valgerđur hefur starfađ sem skólastjóri viđ Smáraskóla í Kópavogi frá stofnun hans 1994.

Valgerđur var skipuđ varamađur í stjórn Blindrabókasafnsins frá stofnun ţess 1982 til 1988; hún átti sćti í starfshópi á vegum European Association of Special Education um tölvur í sérkennslu og sat í starfshópi á vegum Námsgagnastofnunar um útgáfu sérkennslugagna (1983-1990).

Valgerđur hefur leitt ýmis ţróunarverkefni s.s. um skólanámskrárgerđ, um byrjendakennslu, um heildarađferđ í lestri (Jörgen Frost) og um nýjar áherslur í stćrđfrćđinámi í samvinnu viđ Önnu Kristjánsdóttur, prófessor viđ KHÍ.

Hún var m.a. ráđgjafi vegna stofnunar sérdeildar fyrir einhverf börn í Digranesskóla, vegna stofnunar sérdeildar viđ Myllubakkaskóla og um uppbyggingu á sérkennslu viđ Fjölbrautaskólann í Garđabć.

Valgerđur hefur komiđ ađ námsefnisgerđ fyrir börn og unglinga, ţýtt léttlestrarbćkur, gefiđ út móđurmálsverkefni og unniđ ađ ţví ađ námsefni fyrir ökupróf var lesiđ á hljóđsnćldur.

Valgerđur hefur sótt fjögur námskeiđ í Davis
® námstćkni. Fyrst hjá Sharon Pheiffer, og Laura Warren frá Bandaríkjunum,  síđan hjá Siegerdine Mandema, frá Hollandi, og Richard Whitehead, frá Bretlandi. Hún hefur mikinn áhuga á ađ innleiđa Davis® námstćkni í íslenskt skólastarf. Ađ hennar mati er Davis® námstćknin mjög árangursrík námstćkni fyrir öll börn.


Sérstök áhugamál

Valgerđur hefur áhuga á ýmsu og ţar á međal hlátri og húmor. Hún er međ alţjóđleg réttindi sem hláturleiđbeinandi frá lćkninum Dr. Madan Kataria eiganda Laughter Club International  á Indlandi, frá sálfćđingnum Dr. Steve Wilson eiganda World Laughter Tour í Bandaríkjunum og frá Dr. Francisku Munck-Johansen, sálfrćđingi, eiganda  Liv og lyst í Noregi.

 

Valgerđur Snćland Jónsdóttir

 

Ađalsíđa